23 February 2012

VERKEFNISLÝSING

Smiðja þessi er ætluð nemendum í Tasiilaq Skolen á Grænlandi á eldra grunnskólastigi, þ.s. 14-16 ára. Notast verður við fjölbreyttar aðferðir í silkiþrykki sem er grafík aðferð notuð í ýmsan iðnað jafnt sem listsköpun. Hvatt er til umhverfisvænna/endurunna efna og sjálfbærni í listsköpun. Námskeiðinu lýkur svo með sýningu á verkum nemenda í skóla þeirra og verður einnig sýnd á Barnamenningarhátíð á Listasafni Íslands 2012, sem stendur yfir í apríl-maí. Meðal verka nemenda mun ég sýna ljósmyndir og video og því sem ég hef sankað að mér á heimsókn minni í Tasiilaq.

Tilgangur með þessu námskeiði er að vekja athygli á menningu, arfleifð og framtíð ungmenna á Grænlandi með þeirra eigin "orðum"fyrir Íslendingum. Auk þess að kenna þeim þá stórkostlega skemmtilegu aðferð við að silkiþrykkja.
Sýningin á Listasafni Íslands sem ber titilinn “Hendur handan hafsbrúnar” opnar hugsanlega í Apríl enn þó ekki komin föst dagsetning á það.
Tek fram að þetta verkefni er Masters-verkefni mitt við Listaháskóla Íslands í Listkennslu.


Hér verður hægt að fylgjast með ferli verkefnisins http://aldarose.wordpress.com/