23 February 2012

Hvernig skal styrkja verkefnið?

Hér að neðan eru 2 myndir.
Þú velur aðra hvora myndina, björninn eða úlfana.
Sendir mér póst á esoradla@gmail.com og segir mér hvora myndina þú vilt, eða báðar.
Hvor myndin kostar 1.000 kr. (Öllum er þó leyfilegt að styrkja umfram þá fjárhæð)
Leggur því næst inná reikningsnúmer sem er einnig hér að neðan og færð myndina þína útprentaða á umhverfisvænan pappír frá Odda í A3 stærð, undirritaða af ykkar einlægu.

Hér með hefur þú styrkt gott málefni.
Reikningsnúmer: 0338-26-301981
Kt. 2503817279
vinsamlegast látið fylgja með í útskýringu í heimabanka orðið "styrkur".


ALLAR MYNDIR KEYPTAR VERÐA ÚTHLUTAÐAR EFTIR 1.MARS.



 
 

VERKEFNISLÝSING

Smiðja þessi er ætluð nemendum í Tasiilaq Skolen á Grænlandi á eldra grunnskólastigi, þ.s. 14-16 ára. Notast verður við fjölbreyttar aðferðir í silkiþrykki sem er grafík aðferð notuð í ýmsan iðnað jafnt sem listsköpun. Hvatt er til umhverfisvænna/endurunna efna og sjálfbærni í listsköpun. Námskeiðinu lýkur svo með sýningu á verkum nemenda í skóla þeirra og verður einnig sýnd á Barnamenningarhátíð á Listasafni Íslands 2012, sem stendur yfir í apríl-maí. Meðal verka nemenda mun ég sýna ljósmyndir og video og því sem ég hef sankað að mér á heimsókn minni í Tasiilaq.

Tilgangur með þessu námskeiði er að vekja athygli á menningu, arfleifð og framtíð ungmenna á Grænlandi með þeirra eigin "orðum"fyrir Íslendingum. Auk þess að kenna þeim þá stórkostlega skemmtilegu aðferð við að silkiþrykkja.
Sýningin á Listasafni Íslands sem ber titilinn “Hendur handan hafsbrúnar” opnar hugsanlega í Apríl enn þó ekki komin föst dagsetning á það.
Tek fram að þetta verkefni er Masters-verkefni mitt við Listaháskóla Íslands í Listkennslu.


Hér verður hægt að fylgjast með ferli verkefnisins http://aldarose.wordpress.com/